Upp­bygging á geð­heilsu­þjónustu heilsu­gæslnanna hefur orðið til þess að veikja geð­þjónustu Land­spítalans. Stór hluti geð­lækna og fag­fólks á geð­deild Land­spítalans hafa hætt störfum þar og hafið störf á geð­heilsu­þjónustu heilsu­gæslunnar. Þetta segir Hall­dóra Jóns­dóttir, yfir­læknir á geð­deild Land­spítalans, í við­tali við Lindu Blön­dal á Hring­braut.

„Stór hluti fag­fólksins og allir geð­læknarnir sem vinna í geð­heilsu­teymunum koma frá Land­spítalanum. Við höfum líka misst hjúkrunar­fræðinga, sál­fræðinga, fé­lags­ráð­gjafa og fleira starfs­fólk. Við finnum mikið fyrir þessu,“ segir Hall­dóra.

Upp­bygging á einu sviði má ekki skapa vanda­mál á öðrum sviðum


Skerða hefur þurft þjónustu á geð­deild Land­spítalans að sögn Hall­dóru. „Við erum að sinna veikasta hópnum sem þarf mestan stuðning og flóknustu með­ferðina og okkur finnst mjög erfitt að þurfa að skerða þjónustuna við þennan hóp.“

Í öllum geð­þjónustu­teymum heilsu­gæslunnar eru geð­læknar. Það út­heimtir því tölu­verðan mann­skap sem kemur niður á starf­semi geð­deildar Land­spítalans. „Eins og staðan er núna höfum við ekki mönnun til þess að halda úti sömu starf­semi og áður þannig að við erum að leita leiða til þess að bregðast við því,“ segir Hall­dóra.

Hún tekur undir orð Nönnu Briem, for­stöðu­manns geð­þjónustu Land­spítalans, í ný­legu við­tali í Lækna­blaðinu að upp­bygging á einu sviði heil­brigðis­þjónustunnar megi ekki verða til þess að vanda­mál skapist á öðrum sviðum. „Það hefur svo sannar­lega gerst. Við erum í miklum vanda og okkur vantar tíu geð­lækna. Það er mikill fjöldi. Það hafa fleiri farið, tveir hafa hætt vegna aldurs, tveir hafa farið á stofu, einn á Reykja­lund þannig að þetta eru ansi margir sem við höfum misst á rúmu einu og hálfu ári. Frá janúar 2020 höfum við misst 12 manns. „

Ýmsar á­stæður liggi að baki brott­hvarfi sér­fræðinganna frá Land­spítalanum

Að­spurð hvers vegna starfs­mennirnir hafi söðlað um og farið til heilsu­gæslunnar segir Hall­dóra að svarið sé marg­þætt. „Við búum í sér­stöku sam­fé­lagi. Hér er bara eitt há­skóla­sjúkra­hús og að­eins ein stór geð­deild. Það hefur verið svo­leiðis í gegnum árin að ef maður vill starfa í þessu fagi þá er um tvennt að ræða: þú ert á Land­spítalanum, fyrir utan örfá stöðu­gildi á Akur­eyri, eða ert sjálf­stætt starfandi. Ef maður vill færa sig þá eru ekki margir mögu­leikar. Er­lendis getur þú fært þig á milli sjúkra­húsa og unnið víða.“ Það sama sé ekki uppi á teningunum hér á landi.

Þá segir Hall­dóra að nýjar á­skoranir felist í geð­heilsu­þjónustu heilsu­gæslunnar sem geti verið eftir­sóknar­vert fyrir starfs­fólkið. „Þarna eru búnar til nýjar stöður í ýmsum geð­heilsu­teymum, það getur verið spennandi. Til dæmis sér­stakt teymi í fangelsum, fyrir for­eldra með ung börn, sér­hæfð teymi fyrir þroskara­skaða og svo al­menn teymi.“

Það er því ekki ein á­stæða sem liggur að baki á­kvörðunum sér­fræðinganna. „Ég held að þetta sé sam­blanda af mörgu. Fólki langar að breyta til, er búið að vera á spítalanum í ein­hvern tíma og maður hefur skilning á því.“ Í ofan­á­lag sé jafn­vel minna­ á­lag og betri vinnu­tími. „Það hefur verið mikið álag á geð­þjónustu Land­spítalans eins og á Land­spítalanum yfir­leitt og það hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár,“ segir Hall­dóra. Þá telur Hall­dóra að launin séu betri. „Í öllum þessum teymum eru yfir­lækna­stöður svo þetta er fólk sem fer frá okkur sem sér­fræðingar og í yfir­lækna­stöður og fær þá hærri laun miðað við það.“

Hall­dóra telur að þörf sé á auknu skipu­lagi og sam­tali meðal stjórn­valda hvað varðar upp­byggingu á þjónustu geð­deildar Land­spítalans. Ekki er gert ráð fyrir byggingu geð­deildar á nýjum Land­spítala en hún vill þó ekki gagn­rýna stjórn­völd harka­lega. „Það er góður vilji þarna til þess að byggja upp þjónustu. Ein­hvers­staðar vantar sam­tal og skipu­lag, að fólk tali saman hvernig við viljum skipu­leggja þjónustuna okkar. Það hefði þurft að hittast fyrr í ferlinu og ræða það,“ segir Hall­dóra.

Ráða sérfræðinga erlendis frá

„Við erum að mennta fólk en það tekur tíma. Við erum núna með stóran hóp af ungu fólki sem er í sér­námi hjá okkur og það tekur rúm­lega fimm ár. Fólk er á þeim aldri að það eignast börn þannig að það bætist svo­lítill tími við hjá lang­flestum hvað það varðar. Maður er að sjá kannski fólk að klára þetta á sex árum,“ segir Hall­dóra. Hún reiknar með að tveir til þrír nem­endur klári sér­nám í geð­lækningum hér á landi á næstu tveimur árum. Til þess að manna stöðurnar hafa þau brugðið á það ráð að ráða sér­fræðinga til starfa að utan. Það hafi reynst vel og hafa þau aug­lýst eftir fleirum.