Gauti Jóhannes­son, for­seti sveitar­stjórnar í Múla­þingi, hefur á­kveðið að hafna því að taka þriðja sætið á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi. Þetta kemur fram í face­book færslu hjá Gauta en hann sóttist eftir 1. sæti á lista flokksins í próf­kjörinu sem fór fram í gær.

Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður, tók fyrsta sætið á lista flokksins og Berg­lind Ósk Guð­munds­dóttir lög­fræðingur hafnaði í öðru sæti.

Gauti segist auð­mjúkur og þakk­látur öllum þeim sem lögðu honum lið í próf­kjörs­bar­áttunni en segir úr­slitin von­brigði og þess vegna mun hann ekki sækjast eftir því að taka sæti. Hann þakkaði einnig öðrum fram­bjóð­endum fyrir drengi­lega bar­áttu.