Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur ákveðið að hafna því að taka þriðja sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta kemur fram í facebook færslu hjá Gauta en hann sóttist eftir 1. sæti á lista flokksins í prófkjörinu sem fór fram í gær.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður, tók fyrsta sætið á lista flokksins og Berglind Ósk Guðmundsdóttir lögfræðingur hafnaði í öðru sæti.
Gauti segist auðmjúkur og þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið í prófkjörsbaráttunni en segir úrslitin vonbrigði og þess vegna mun hann ekki sækjast eftir því að taka sæti. Hann þakkaði einnig öðrum frambjóðendum fyrir drengilega baráttu.