Hár­snyrtirinn Böðvar Þór Eggerts­son er gáttaður á því að fá ekki að losna við grímuna. Böðvar tjáði sig um málið í kvöld­fréttum Ríkis­út­varpsins í kvöld.

Eins og fram hefur komið voru slakanir vegna sótt­varnar­reglna kynntar af ríkis­stjórn Ís­lands í dag. Fram­halds­skóla­nemum hefur nú til að mynda loksins verið gert kleyft að halda skóla­böll. Þá er ekki grímu­skylda á ýmsum stöðum lengur eða þar sem hægt er að við­hafa eins metra fjar­lægð.

Það er ekki hægt á hárgreiðslustofum landsins og því enn grímuskylda þar. „Ég held að flest hár­snyrti­fólk í landinu hafi reiknað með því að við værum að fara að losna við grímurnar,“ segir Böðvar. Starfs­fólkið enda verið með grímurnar í átta tíma á dag í rúmt ár.

„Svo þegar ég er búinn með hana, þá getum við rölt hér út, farið í happy hour á ein­hvern bar, klesst upp við hvort annað og jafn­vel bara í sleik ef út í það er farið,“ segir Böðvar.

Að­spurður að því hvort þetta sé mis­munun segist Böðvar telja að þetta sé mann­réttinda­brot. „Það virðist ekki vera neinar hömlur eða reglur á neinum nema okkur.“