Rapparinn Tra­vis Scott segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hve al­var­leg staðan var á tón­leika­há­tiðinni hans, Astroworld, þegar átta manns urðu undir í troðningum og létu lífið. Þrjú hundruð til við­bótar særðust í at­vikinu.

Scott birti skila­boð til að­dá­enda sinna á Insta­gram í nótt þar sem hann segist vera að vinna náið með lög­reglunni við að bera kennsl á fjöl­skyldur þeirra sem létust á tón­leikunum hans á föstu­dags­kvöld.

Nokkur mynd­bönd hafa farið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum sem sýna Scott halda á­fram að syngja þegar fólk er borið burt eftir að hafa misst með­vitund. Einnig eru mynd­bönd sem sýna á­horf­endur reyna að fá sýningar­stjóra til að stöðva tón­leikana án árangurs.

Í mynd­bandinu á Insta­gram segist Scott hafa stoppað og reynt að fá að­stoð fyrir þau sem þurftu þegar honum var ljóst að eitt­hvað hafi komið upp á. Hann segir þó að hann hafi ekki getað í­myndað sér al­var­leika stöðunnar.

„Ég er hrein­lega niður­brotinn og ég hefði aldrei getað í­myndað mér nokkuð þessu líkt koma fyrir,“ segir Scott í mynd­bandinu. Hann segist biðja fyrir þeim sem létust og fjöl­skyldum þeirra.

Ein kona, Madeline, lýsti á Insta­gram upp­lifun sinni af há­tíðinni en hún er ein þeirra sem missti með­vitund. Hún segist hafa farið áður á há­tíðina en aldrei upp­lifað nokkuð þessu líkt.

Blómum var stillt upp við tónleikasvæðið til minningar þeirra sem fórust.
Fréttablaðið/Getty

Madeline segist hafa orðið undir svo miklum þrýstingi að hún missti öndina og með­vitund. Hún hefur í fram­haldinu verið flutt burt frá sviðinu þar sem hún rankaði við sér með vatns­flösku í kjöltunni en með enga hug­mynd um hvað hafi komið fyrir.

Eftir að hafa rankað við sig sá hún að á­horf­endur voru að flytja fólk frá fremri hluta þvögunnar sem var greini­lega án með­vitundar og sem var sumt farið að blæða frá nefi eða munn. Hún hafði sjálf unnið sem hjúkrunar­fræðingur og bauðst til að hjálpa sjúkra­liðunum.

Hátíðinni var aflýst eftir atvikið.
Fréttablaðið/EPA