Gat kom á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í Reyðarfirði en í kvínni eru um 145 þúsund laxar með meðalþyngd 2,6 kílógrömm.

Matvælastofnun greinir frá þessu en ekki er vitað hversu margar laxar sluppu út. Gatið er um 50 sinnum 15 sentímetrar að stærð og uppgötvaðist við reglubundið eftirlit í dag. Fyrirtækið virkjaði viðbragðsáætlun sína og lagaði gatið undir eins.

Fyrirtækið Laxar lögðu út net í dag og tilkynntu Matvælastofnun, Fiskistofu og Fjarðarbyggð um atburðinn strax. Netanna verður vitjað aftur í fyrramálið.

Matvælastofnun hefur sent starfsmann á staðinn til að rannsaka málið.