Ekki er talið lík­legt að gas muni hafa slæm á­hrif á loft­gæði á höfuð­borgar­svæðinu en sam­kvæmt nýjustu gas­dreifingar­spánni þá er lík­legt að gasefnin fari beint yfir höfuð­borgar­svæðið.

Gildin eru þó ekki há og eru innan þess sem telst gott eða sæmi­legt miðað við skala Um­hverfis­stofnunar.

Á­hrifin yrði því ekki veru­leg eins og má sjá á skalanum hér að neðan. Einar Hjör­leifs­son, náttúru­vá­r­sér­fæðingur hjá Veður­stofu Ís­lands, mælir þó með því að þau allra við­kvæmustu hiti hús sín vel og loki gluggum.

Áhrifin eru mismunandi eftir gildunum sem mælast.
Mynd/Umhverfisstofnun

Léttara gas leitar upp

Á loft­ga­edi.is er hægt að fylgjast með efnum sem dreifast um loftið og brenni­steins­díoxíð sem er H2S er í stöðugri mælingu á síðunni.

„En þau virðast leita upp í loft, þau eru létt, en svo eru önnur sem eru þyngri sem geta leitað í lægðirnar, eins og kol­mon­oxíð, sem er CO, og annað. Sér­stak­lega ef lægir vind og það er það sem við höfum á­hyggjur af í kvöld þegar fer að lægja, þegar vindurinn verður undir sjö metrum á sekúndu höfum við á­hyggjur af því að gas­tegundir eins og kol­mon­oxíð geti safnast saman í lægðum þarna í lands­laginu og ekki blásið burtu því það er þyngra gas. Þau eru svo hættu­leg því þau eru lyktar­laus og svo bara allt í einu líður yfir þig því þú færð ekki nægi­legt súr­efni,“ segir Einar.

Hann segir að þau hafi meiri á­hyggjur af því en til­tölu­lega litlar á­hyggjur af gasi sem fer yfir byggð núna, nema fyrir þau allra við­kvæmustu, eins og áður segir.

Heitt hraun er víða undir harðnaðri skorpunni.
Fréttablaðið/Ernir

Virðist minna í björtu

Spurður út í flæðið á hrauninu segir Einar það svipað og áður og mælingar Veður­stofunnar sýni engar breytingar.

„Þegar það birtir þá virkar flæðið minna en lík­lega er það svipað og það var í morgun. Maður sér að­eins betur í dimmu hraunið loga, en flæðið er alveg stöðugt og við sjáum enga breytingu á virkninni,“ segir Einar.