Gasmengun berst lík­lega yfir vestan­verðan Reykja­nes­skaga, þ.e. yfir svæðið frá Vogum og vestur að Höfnum. Á þessu svæði eru líkur á að loft­gæði verði ó­holl fyrir við­kvæma.

Þetta kem­ur fram í gasspá Veður­­stofu Ís­lands fyr­ir dag­inn í dag. Spáð er 8-13 m/s við Fagra­­dals­­­fjall í dag og suð­aust­an 5-10 seint í kvöld. Lít­ils hátt­ar rign­ing eða slydda öðru hvoru. Hiti 0 tli 5 stig.

Lög­reglan á Suður­nesjum til­kynnti um versnandi loft­gæði sam­kvæmt mælum Um­hverfis­stofnunar í gær­kvöldi.

Ein­staklingar með al­var­lega hjarta- og/eða lungna­sjúk­dóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðis­vinnu eða að stunda líkams­rækt utan­dyra þar sem loft­mengun er mikil.

Heimild:Veðurstofa Íslands