Gas berst frá gosinu sem nú hófst fyrir skemmstu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í til­kynningu frá Veður­stofunni vegna málsins.

Vísinda­menn eru nú á leið á svæðið með þyrlu til að meta gosið. Al­manna­varnir meta nú stöðuna sem upp er komin.

Í til­kynningu Veður­stofu segir að eld­gosið sé í vestan­verðum Merar­dölum um 1,5 kíló­metra norður af Stóra-Hrút. Jarð­eldurinn virðist koma upp um norð­austur suð­vestur sprungu á þeim stað.

„Við fyrstu skoðun á vef­mynda­vélum virðist kvika hafa komið upp á yfir­borð kl 13:18.Gas berst frá jarð­eldinum og hafa al­manna­varnir verið upp­lýstar um eld­gosið.“