Gunnar Einars­son, bæjar­stjóri Garða­bæjar, telur nauð­syn­legt, í kjöl­far fjöl­miðla­um­fjöllunar, að koma því á fram­færi að mikil vinna hafi verið lögð í að leysa ein­eltis­mál sem upp kom í Garða­skóla á síðasta ári.

Frétta­stofa RÚV greindi frá því í lok síðustu viku að Fagráð ein­eltis­mála og Mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið hafi gert al­var­legar at­huga­semdir við við­brögð Garða­skóla við ein­eltis­máli sem kom upp í skólanum.

„Eðli slíkra mála er að á þeim geta verið margar hliðar og sæta stöðugri úr­vinnslu starfs­manna og annarra fag­aðila þar til að við­unandi lausn fæst,“ segir í frétta­til­kynningu frá Garða­bæ. Þar kemur fram að starfs­menn grunn­skólans og sveitar­fé­lagsins hafi lagt mikla vinnu í að leita leiða til að leysa um­rætt mál á öllum stigum þess.

Ráða­lausir for­eldrar

Stúlkan sem um ræðir er nú í heima­kennslu og sögðust for­eldrarnir vera ráð­þrota vegna skorts á svörum frá skóla og bæjar­yfir­valda í sam­tali við RÚV. Stúlkan hóf nám við Garða­skóla í byrjun ársins 2019. Ekki leið á löngu þar til for­eldrar hennar til­kynntu um ein­elti sem lýsti sér meðal annars í út­skúfun og á­reiti á sam­fé­lags­miðlum.

Skólinn brást við með því að tala ekki um ein­elti heldur sam­skipta­vanda, for­eldrum til mikillar ó­á­nægju. Þá var for­eldrunum bannað að hafa beint sam­band við skólann í gegnum tölvu­póst og síma. Síðan þá hafa öll sam­skipti farið fram í gegnum milli­lið.

Gagn­rýndu við­brögð skólans

Garða­skóli leitaði til Fagráðs ein­eltis­mála í lok ársins 2019 og var þá gerð út­tekt á málinu. Í um­sögn fagráðsins kom fram að skóla­yfir­völd þyrftu að rýna eigin við­brögð og að­gerðir í málinu. Þegar ekki var brugðist við því af hálfu skólans sendi ráðið frá sér annað álit, þar sem skólinn var gagn­rýndur fyrir að hafa ekki farið eftir ráð­leggingum.

„Í Garða­bæ eru slík mál unnin í sam­ræmi við við­eig­andi að­gerðar­á­ætlanir, sem sæta sí­felldri endur­skoðun,“ segir Gunnar. Vinna eftir slíkum á­ætlunum sé ætlað að tryggja fag­lega máls­með­ferð með það að leiðar­ljósi að náð sé fram far­sælli lausn og tryggingu á hags­munum þeirra barna sem í hlut eiga.

„Af hálfu Garða­bæjar er þó rétt að taka fram að sveitar­fé­lagið telur það ekki hags­muni þeirra barna sem í hlut eiga, að mál sem þetta sé rekið í fjöl­miðlum.“