Samkvæmt kostnaðargreiningu Garðabæjar á þjónustu við fatlað fólk undanfarin þrjú ár, er um hálfs milljarðs fjárvöntun á ári eftir yfirfærslu frá ríki til sveitarfélaga.

Félagsmálaráðuneytið safnar nú upplýsingum frá sveitarfélögum til að finna raunkostnað þeirra við málaflokkinn.

Vöntun Garðabæjar hefur aukist ár frá ári, var um 448 milljónir árið 2018 en 582 í fyrra.

Auknar kröfur um þjónustu hafa verið gerðar á undanförnum árum, svo sem um gerð NPA-samninga.

Í Garðabæ búa um 17.700 manns, sem gera tæplega 5 prósent landsmanna. Ef vöntun bæjarins er yfirfærð á landið allt má gera ráð fyrir að vöntun sveitarfélaganna sé ekki minni en 10 milljarðar króna árlega.