Garðabær

Garða­bær brot­legur í líkams­ræktar­út­boði

Kærunefnd útboðsmála féllst á kröfu Sporthallarinnar.

Ráðhús Garðabæjar. Fréttablaðið/Ernir

Verulegar líkur eru á að Garðabær hafi brotið gegn reglum um opinber innkaup í útboði á líkamsræktarstöð við Ásgarð. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála sem féllst á kröfu forsvarsmanna Sporthallarinnar um að stöðva útboðið um stundarsakir.

Garðabær óskaði í október 2017 eftir umsóknum um að taka þátt í uppbyggingu og rekstri, fjármögnun og byggingu aðstöðu til líkamsræktar við íþróttamiðstöðina í Ásgarði. Eftir nokkurt ferli varð það niðurstaða bæjarins að hagkvæmara tilboð Sporthallarinnar teldist ógilt og að leitað yrði samninga við Laugar ehf. Forsvarsmenn Sporthallarinnar töldu þá niðurstöðu ólögmæta.

Verkefnið fól í sér að bjóðendur byggðu nýjar viðbyggingar við núverandi íþróttamannvirki á eigin kostnað fyrir allt að 99 milljónir króna og greiddu leigu fyrir afnot af núverandi aðstöðu fyrir allt að 39 milljónir á ári í 20 ár að lágmarki.

Kærunefndin sagði að verðmæti verksins væri umfram tiltekna viðmiðunarfjárhæð um sérleyfissamninga. Garðabæ hafi því borið að tilkynna um veitingu sérleyfisins með opinberum hætti á Evrópska efnahagssvæðinu.

„Eru því fram komnar í málinu verulegar líkur á broti á reglum um opinber innkaup,“ segir nefndin. Skilyrðum um að fallast á kröfu Sporthallarinnar um að hið kærða útboð verði stöðvað um stundarsakir væri því fullnægt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Garðabær

Stjarnan vill tíu milljónir úr bæjarsjóði til að vökva gervigrasið

Garðabær

Samið um eftirlitsvélar

Garðabær

Fjögur innbrot í Flatahverfi einu

Auglýsing

Nýjast

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Auglýsing