Land­helgis­gæslan setti varð­skip, þyrlu og björgunar­skip Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar á Suður­nesjum í við­bragðs­stöðu laust eftir há­degi í dag vegna gang­truflana í 9.000 tonna gáma­flutninga­skipi. 

Skipið var þá statt úti fyrir Reykja­nes­skaga og var næst landi um fjórar sjó­mílur SSA af Reykja­nes­tá. Land­helgis­gæslan vildi hafa varann á því sem búist er við því að vindur snúist í suð­vestan­átt síð­degis. 

Á­höfn þyrlu Land­helgis­gæslunnar beið í við­bragðs­stöðu á Reykja­víkur­flug­velli og varð­skipið Þór sigldi þegar í stað í átt að gáma­flutninga­skipinu en varð­skipið var statt við Suð­austur­land. Þá var varð­skipið Týr gert til­búið til að halda af stað frá Reykja­vík. 

Á þriðja tímanum í dag fékk stjórn­stöð Land­helgis­gæslunnar þær upp­lýsingar frá á­höfn skipsins að hætta á frekari gang­truflunum væri liðin hjá. Við­búnaðar­stig var þá lækkað. Skipið er nú komið fyrir Garð­skaga og er væntan­legt til Reykja­víkur síð­degis.