Fréttir

Ganga til stuðnings hertrar skot­vopna­lög­gjafar

Nemendur úr yfir 2.800 skólum víðs vegar um Bandaríkin munu ganga til stuðnings hertrar skotvopnalöggjafar í dag.

Nemendur minnast fórnarlamba Cruz eftir árásina í Flórída. Fréttablaðið/EPA

Nemendur úr yfir 2.800 skólum í Bandaríkjunum munu í dag ganga til stuðnings hertrar skotvopnalöggjafar og um leið minnast fórnarlamba Nikolas Cruz, sem réðist á fyrrverandi samnemendur sína og starfsfólk í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Flórída, þann 14. febrúar síðastliðinn.

Gert er ráð fyrir að nemendur muni ganga út úr kennslustofum klukkan 10 að staðartíma. Mun gangan taka sautján mínútur, en hver og ein mínúta táknar eitt af sautján fórnarlömbum Cruz.

Líkt og greint var frá í gær játaði Cruz á sig verknaðinn og hefur ákæruvaldið farið fram á dauðarefsingu yfir honum. Árásin vakti mikinn óhug í Bandaríkjunum og hafa fjölmargir kallað eftir hertri skotvopnalöggjöf. Það gæti reynst erfitt að koma slíku í gegn þar sem skotvopnaeign er varin af annarri grein bandarísku stjórnarskrárinnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Fara fram á dauðarefsingu yfir skotmanninum

Erlent

Vikið úr skólanum skömmu fyrir skotárásina

Erlent

Fara í herferð fyrir breyttri skotvopnalöggjöf

Auglýsing

Nýjast

Þrumur og eldingar á höfuð­borgar­svæðinu

Leggja fram aðra beiðni um nafnið Zoe á næstu dögum

Fjórir þingmenn draga Báru fyrir dóm: „Hefst þá dansinn“

Íraki dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Borgin sýknuð af bótakröfum skólaliða

Veiði­gjalda­frum­varpið sam­þykkt á Al­þingi

Auglýsing