Game og Thrones leikkonan Josephine Gillian ásakar félagsyfirvöld í Ísrael um að hafa rænt átta mánaða gamalli dóttur hennar. Dóttirin, Gloria, hafði að sögn Gillian verið í umsjá vinkonu hennar þar sem félagsyfirvöld tóku hana um miðja nótt.

Óskar eftir aðstoð

„Ég hef ekki hugmynd um hvar hún er niðurkomin,“ segir Gillian í tísti þar sem hún biðlar til almennings um aðstoð við að endurheimta dóttur sína. Fjáröflunarsíða til að safna fyrir lögfræðikostnaði var stofnuð af Gillian stuttu eftir meint barnsrán.

Dóttir Gillian hafði verið færð í tímabundna umsjá vinkonu hennar fyrir þremur mánuðum þar sem Gillian var í sálfræðimeðferð vegna fæðingarþunglyndis. Að sögn Gillian var það gert í samstarfi við félagsyfirvöld. „Það er sjúkt og brenglað af félagsstarfsmönnum að reyna að eyðileggja líf með því að aðskilja barn frá móður sem hefur ekki gert neitt rangt,“ kom fram í tísti frá leikkonunni.

Harmi slegin

Henni hefur verið meinað að sjá dóttur sína og segist hún vera harmi lostinn vegna aðgerðarinnar. Félagsyfirvöld geri sér að hennar sögn ekki grein fyrir afleiðingum gjörða þeirra.

Gillian öðlaðist heimsfrægð eftir að hún lék vændiskonuna Marei í sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones, eða Krúnuleikunum. „Game of Thrones bjargaði mér frá vændi og hefur gert mig að sterkari manneskju,“ sagði Gillian sem starfaði sem vændiskona áður en hún kom fram í þáttunum vinsælu.

Gillian lék vændikonuna Marei í sex seríum af Game of Thrones.
Mynd/HBO

Myndband náðist þegar Gloria var tekin af félagsyfirvöldum en hægt er að sjá myndbandið á Twitter síðu leikkonunar.

Gillian segir Game of Thrones hafa bjargað henni frá vændi.
Mynd/HBO