„Stjórn­mála­menn og yfir­völd heil­brigðis- og refsi­vörslu­mála þurfa að horfast í augu við á­byrgð sína,“ segir í til­kynningu Al­þjóða­ráðs Sam­einuðu þjóðanna um vímu­efna­stefnu (e. Global Commission on Drug Poli­cy) sem sendir frá sér sína þriðju á­lyktun um stefnu­mótun í vímu­efna­málum á morgun.

Í til­kynningu segir að á­lyktunin varði bæði ó­rétt­læti og ó­gagn­semi þess að fangelsa fólk fyrir fíkni­efna­brot enda taki slík við­brögð hvorki mið af fé­lags­legri og sá­rænni rót vímu­efna­vandans né veikri stöðu hinna lægst settu verka­manna fíkni­efna­við­skipta. Þá sé um að ræða fólk með heil­brigðis­vanda og á­hættu­samt að frelsis­svipta það og vista á stað þar sem heil­brigiðs­þjónusta sé af skornum skammti.

„Brýnt er að stjórn­mála­menn og stjörn­völd heil­brigðis- og refsi­vörslu­kerfa horfist í augu við og rísi undir á­byrgð sinni á þessu vanda­máli,“ segir í til­kynningu um á­lyktunina.

Það vakti heims­at­hygli þegar al­þjóða­ráðið sendi frá sér sína fyrstu á­lyktun árið 2011, þar sem stjórn­völd ríkja voru kvött til að opna augun fyrir því að stríðið gegn fíkni­efnum væri ekki að skila árangri heldur þvert á móti kalla eymd og þjáningar yfir fólk.

Mæltist ráðið til þess að horfið yrði frá refsi­stefnunni og neysla vímu­efna þess í stað með­höndluð sem heil­brigðis­vanda­mál. Fjöldi fyrrum þjóðar­leið­toga átti sæti í ráðinu auk Kofi Annan fyrrum aðal­ritara Sam­einuðu þjóðanna.

Viðhorfsbreyting orðið á Íslandi

Á­lyktun ráðsins verður kynnt á fundi þess í Stokk­hólmi á morgun þar sem Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir al­þingis­maður verður meðal ræðu­manna.

„Píratar byggðu sína stefnu um brott­hvarf frá refsi­stefnunni ekki síst á fyrstu á­lyktun al­þjóða­ráðsins og það er alveg sér­stakur heiður fyrir okkur að fá boð á fund ráðsins til að segja frá stefnunni okkar og því brautar­gengi sem hún hefur fengið á Ís­landi,“ segir Þór­hildur Sunna.

Til­laga Pírata um mótun stefnu til að draga úr skað­legum á­hrifum vímu­efna­neyslu og af­námi refsins fyrir vörslur neyslu­skammta var sam­þykkt á Al­þingi árið 2013. Hún byggir á þeirri hug­mynda­fræði að líta eigi á vímu­efna­mál frá mann­úðar­sjónar­miði og veita fólki heil­brigðis­þjónustu frekar en fangelsis­dóma.

„Frá því stefnan okkar var kynnt fyrst hefur al­ger við­horfs­breyting orðið í þessum málum á Ís­landi. Það er klár­lega okkar besti árangur í málinu. Eitt merki þessarar miklu við­horfs­breytingar er sam­eigin­leg á­lyktun full­trúa allra flokka í vel­ferðar­nefnd um að fela heil­brigðis­ráð­herra að af­nema allar refsingar fyrir vörslu­skammta ó­lög­legra vímu­efna,“ segir Þór­hildur Sunna.

Meðal annarra ræðu­manna á fundi ráðsins í Stokk­hólmi verða Ruth Dreifuss fyrr­verandi for­seti Sviss og Jor­gen Kja­er for­seti Sam­bands fíkni­efna­neyt­enda í Dan­mörku. fyrr­verandi borgar­stjóri Prag, Pa­vel Bém stýrir fundinum.