Mið­stjórn ASÍ kallar eftir tafar­lausum að­gerðum af hálfu stjórn­valda til að bregðast hratt við vaxandi verð­bólgu og ó­á­sættan­legri stöðu á hús­næðis­markaði og hvetur fyrir­tæki til að sýna sam­fé­lags­lega á­byrgð við verð­lagningu. Stjórn­völd geti ekki látið al­menning taka höggið.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá mið­stjórn ASÍ.

Þar kemur fram að kjara­rýrnun sem al­menningur er að verða fyrir vegna verð­bólgu og hækkandi vöru- og hús­næðis­verði þessa dagana muni hafa veru­leg á­hrif á kjara­við­ræður næst­a haust.

Þá hafi verð­bólgan ekki verið hærri frá hruni og helsti drif­kraftur hennar sé hækkun á hús­næðis­verði, sem muni hafa veru­lega í­þyngjandi á­hrif, sér­stak­lega á þau heimili sem ný­lega hafa keypt fast­eign.

Frekari hækkun geti orðið til þess að setja frekari þrýsting á hækkun verð­lags með hærri vaxta­kostnaði fyrir­tækja.

Mið­stjórn ASÍ telur stjórn­völd hafi hundsað við­vörunar­orð um verð­hækkanir og brugðist of seint við stöðunni sem nú er uppi á hús­næðis­markaði. Það sé með öllu ó­á­sættan­legt að al­menningur og launa­fólk í landinu greiði al­farið fyrir hag­stjórnar­mis­tök á hús­næðis­markaði og inn­flutta verð­bólgu.