„Nú er ekki tíminn til að tala niður Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu, heldur spyrja; hvers vegna á­kvað ríkis­stjórn Ís­lands að fara í þennan niður­lægjandi leið­angur?“

Þetta segir ó­háða þing­konan Rósa Björk Brynjólfs­dóttir vegna niður­stöðu MDE í Lands­réttar­málinu svo­kallaða. Ó­hætt er að segja að gagn­rýni rigni nú yfir ríkis­stjórnina á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far þess að greint var frá niður­stöðunni í morgun.

Greint var frá því á ellefta tímanum að yfir­­­deild Mann­réttinda­­dóm­­stóls Evrópu hefði stað­­fest dóm réttarins í Lands­réttar­­málinu svo­kallaða sem kveðinn var upp í mars í fyrra. Dómurinn var skipaður sau­tján dómurum og var hann ein­róma um niður­­­stöðuna.

Með því að skipa ekki dómara við Lands­rétt í sam­ræmi við lands­lög braut ís­­lenska ríkið í bága við á­­kvæði Mann­réttinda­sátt­­málans um rétt­láta máls­­með­­ferð.

„17-0 - Takk Sjálf­­stæðis­­flokkur. Nú er að sjá dóminn og hvað verður um dómarana 15,“ segir Helga Vala Helga­dóttir, þing­­maður Sam­­fylkingarinnar, á Face­­book-síðu sinni þar sem hún deilir frétt Frétta­blaðsins af niður­stöðunni.

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­maður Pírata, er stutt­orð: „Og þannig fór um sjó­ferð þá.“ Hall­dór Auðar Svans­son, fyrr­verandi borgar­full­trúi Pírata segir að jóla­bókin í ár sé „Hvernig á að rústa heilu dóm­stigi og vera alveg sama eftir Sjálf­stæðis­flokkinn.“

Illugi Jökuls­son, sagn­fræðingur og pistla­höfundur spyr á Face­book síðu sinni hvort niður­staðan muni hafa á­hrif á Ís­landi. Ég mundi ekki veðja háum upp­hæðum á það. Sig­ríður Ander­sen mun segja: „Ég er nú bara ó­sam­mála þessum dómi.“ Svo munu allir ráða­menn fara að gera eitt­hvað annað.“

Fleiri færslur um niður­stöðu MDE má sjá hér að neðan:

17-0 - Takk Sjálfstæðisflokkur. Nú er að sjá dóminn og hvað verður um dómarana 15.

Posted by Helga Vala Helgadóttir on Tuesday, 1 December 2020

Mun þetta hafa einhverjar afleiðingar hér? Ég mundi ekki veðja háum upphæðum á það. Sigríður Andersen mun segja: „Ég er nú bara ósammála þessum dómi.“ Svo munu allir ráðamenn fara að gera eitthvað annað.

Posted by Illugi Jökulsson on Tuesday, 1 December 2020

BÚMM! Einhvern daginn þurfum við sem þjóðfélag að setjast niður og reikna út hvað fúsk og spilling kostar okkur sem skattgreiðendur.

Posted by Katrín Oddsdóttir on Tuesday, 1 December 2020

Þá liggur það fyrir, eins og hlaut að vera nokkuð augljóst að myndi gera. Ríkið er búið að vera með tilfæringar á...

Posted by Alexandra Briem on Tuesday, 1 December 2020