Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, lét í ljós algjöra andstöðu sína, við lagasetningu um bann á samkynja hjónaböndum í Texas-fylki, við Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna. Perry stóð fyrir lagasetningunni þegar hann var ríkisstjóri í Texas og hefur sjálfur líkt samkynhneigð við alkóhólisma.

Ráðherrarnir eftir fundinn. Katrín og Perry brosa breitt.

Átti fund með Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, ásamt forsætisráðherra. Skilaboð Íslands varðandi...

Posted by Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra on Saturday, October 12, 2019

„Ég lét í lok fundar í ljós algjöra andstöðu mína við lagasetningu hans um að banna samkynja hjónabönd í Texas,“ segir hann. Hann greindi Perry þá frá því að sjálfur væri hann samkynhneigður og sagði að stjórnvöld bæru ríka ábyrgð á slíkum lagasetningum. „Þau gætu ekki einfaldlega skýlt sér á bak við atkvæðagreiðslur almennings um þær.“

Perry hélt var staddur á Íslandi til að taka þátt í ráðstefnunni Hringborð norðurslóða.

„Perry hefur meðal annars líkt samkynhneigð við alkóhólisma og er mótfallinn því að hinsegin fólk geti ættleitt börn,“ segir Guðmundur þá að lokum og deilir myndinni af þeim Katrínu ásamt Perry, sem var staddur hér á landi til að taka þátt í Hringborði norðurslóða, Arctic Circle-ráðstefnunni.