Tækni­risarnir Goog­le og Face­book hafa verið gagn­rýndir fyrir að hýsa aug­lýsingar á sínum vef­svæðum sem halda því fram að hægt sé að „ó­gilda“ á­hrifin af þungunar­rofslyfjum með óviðurkenndum aðferðum. Mið­stöð sem berst gegn net­á­rásum (CCDH) segir að­ferðirnar vera ó­sann­reyndar, sið­lausar og hættu­legar.

Face­book hefur hýst þessar aug­lýsingar rúm­lega á­tján milljón sinnum frá því í janúar 2020, segir í skýrslu frá CCDH. Í mörgum borgum í Banda­ríkjunum birtast þessar aug­lýsingar hjá Goog­le í allt að fjórum af fimm skiptum þegar ein­staklingar nota stikk­orð tengd þungunar­rofi í leit á vef­síðunni.

Ófáar vefsíður í Bandaríkjunum auglýsa þessa aðferð þrátt fyrir að hún geti verið lífshættuleg.
Mynd/American Pregnancy Association

Aug­lýsingarnar halda því fram án sannanna að mikið magn af pró­gesteróni geti verið inn­byrt til að „ó­gilda“ eða „snúa til baka“ virkni mífepris­tón, sem er fyrra af tveimur lyfjum sem tekin eru í lyfja­með­ferð til að rjúfa þungun.

Átta fylki í Banda­ríkjunum skylda nú læknum sem bjóða upp á þungunar­rof til að segja kúnnum sínum að hægt sé að nota þessa að­ferð ef þeim snýst hugur eftir að lyfja­með­ferðin er hafin. Sam­kvæmt rann­sókn í lækna­ritinu New Eng­land Journal of Medicine er að­ferðin ó­sönnuð og getur valdið hættu­legum blæðingum.

„Það er ó­geðs­legt að hópar sem sækjast eftir því að gera lítið úr grund­vallar kyn­lífs- og æxlunar­réttindum geti dreift mis­vísandi upp­lýsingum til kvenna og stúlkna í við­kvæmri stöðu. Það sem verra er að Face­book og Goog­le græða á þessum á­róðri,“ segir Imran Ah­med fram­kvæmda­stjóri CCDH í sam­tali við frétta­stofu The Guar­dian.

„Sér­fræðingar hafa áður sagt aug­lýsingar fyrir „ó­gildingu“ þungunar­rofslyfja vera mögu­lega ban­vænar, sið­lausar og mis­vísandi læknis­fræði­legar upp­lýsingar,“ segir Ah­med.