Stjórn Landverndar seg­ir um­hverf­is­ráð­herr­a, Guð­laug Þór Þórð­ar­son, bregð­ast frum­skyld­u sinn­i til að vernd­a heils­u og um­hverf­i Ís­lend­ing­a með við­brögð­um sín­um við mik­ill­i loft­meng­un á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u við upp­haf árs. Í yf­ir­lýs­ing­u frá sam­tök­un­um er það gagn­rýnt að í við­töl­um vegn­a loft­meng­un­ar­inn­ar hafi Guð­laug­ur sagt sveit­ar­fé­lög­in þurf­a að fækk­a dís­il­bíl­um og nefnd­i að enn væru stræt­is­vagn­ar í um­ferð sem meng­i mik­ið.

„Í­bú­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u hafa í­trek­að upp­lif­að ó­þol­and­i á­stand vegn­a loft­meng­un­ar. Verr­a hef­ur það þó aldr­ei ver­ið en nú – öll við­mið hafa ver­ið sprengd strax í upp­haf­i árs 2023. Í­bú­ar á Akur­eyr­i hafa held­ur ekki slopp­ið við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar loft­meng­un­ar. Hætt­u­leg loft­meng­un tak­mark­ar frels­i íbúa með und­ir­liggj­and­i sjúk­dóm­a, veik­ir ein­staklingar þjást og fjöld­i Ís­lend­ing­a fell­ur frá vegn­a loft­meng­un­ar. Sjálfs­vit­und lands­mann­a um að þeir búi í heil­næm­ar­a um­hverf­i en flest­ar aðr­ar þjóð­ir er brost­in,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­u Land­vernd­ar.

Þar er bent á að vit­að sé hvað þurf­i að gera en að yf­ir­völd í Reykj­a­vík bíði eft­ir regl­u­gerð frá ráð­herr­a sem heim­il­i þeim að gríp­a til að­gerð­a.

„Stjórn Land­vernd­ar þyk­ir stað­a þess­ar­a mála al­gjör­leg­a ó­við­un­and­i. Við­brögð ráð­herr­a um­hverf­is­vernd­ar bend­a til þess að hann geri sér ekki grein fyr­ir um­fang­i vand­ans og í hverj­u hann felst. Ráð­herr­a bregst þeirr­i frum­skyld­u að vernd­a heils­u og um­hverf­i Ís­lend­ing­a. Við­brögð borg­ar­yf­ir­vald­a bera vott um van­mátt og lang­var­and­i doða þeg­ar kem­ur að því að vernd­a loft­gæð­i á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Sér­fræð­ing­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar búa yfir þekk­ing­u sem til þarf að taka á þess­um mál­um með við­un­and­i hætt­i. Það er löng­u tím­a­bært að fara að þeirr­a ráð­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i og að þeir ráð­a­menn sem ekki við­ur­kenn­i að það þurf­i fjár­hags­leg­a hvat­a og boð og bönn til að koma breyt­ing­um af stað séu á vill­i­göt­um.

Borg­ar­lín­an er góð byrj­un, en mikl­u mikl­u meir­a þarf til

„Góð­ar og um­hverf­is­væn­ar al­menn­ings­sam­göng­ur eru lyk­ill­inn að far­sæl­um að­gerð­um gegn loft­meng­un. Gera þarf stór­á­tak í þess­um mál­um, ekki bara inn­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins held­ur einn­ig á leið­un­um til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­in­u, að stór­um byggð­ar­lög­um í ná­grenn­in­u, en einn­ig í þétt­býl­i úti á land­i. Borg­ar­lín­an er góð byrj­un, en mikl­u mikl­u meir­a þarf til,“ seg­ir að lok­um.

Hægt er að kynn­a sér yf­ir­lýs­ing­u Land­vernd­ar hér að neðan í heild sinn­i.

Yfirlýsing stjórnar Landverndar vegna alvarlegrar loftmengunar

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Verra hefur það þó aldrei verið en nú – öll viðmið hafa verið sprengd strax í upphafi árs 2023. Íbúar á Akureyri hafa heldur ekki sloppið við alvarlegar afleiðingar loftmengunar. Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.

Vitað er hvað þarf að gera til að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist jafn oft og reyndin hefur verið. Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi.

Stjórn Landverndar þykir staða þessara mála algjörlega óviðunandi. Viðbrögð ráðherra umhverfisverndar benda til þess að hann geri sér ekki grein fyrir umfangi vandans og í hverju hann felst. Ráðherra bregst þeirri frumskyldu að vernda heilsu og umhverfi Íslendinga. Viðbrögð borgaryfirvalda bera vott um vanmátt og langvarandi doða þegar kemur að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Sérfræðingar Umhverfisstofnunar búa yfir þekkingu sem til þarf að taka á þessum málum með viðunandi hætti. Það er löngu tímabært að fara að þeirra ráðum.

Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.

Það er ekki umdeilt að nagladekk valda mikilli og hættulegri loftmengun. Nauðsynlegt er að takmarka óþarfa notkun nagladekkja[1]. Færð hafa verið haldbær rök fyrir því hvernig það má gera án þess að ógna umferðaröryggi. Reynslan er komin af slíkum aðgerðum í Noregi.

Góðar og umhverfisvænar almenningssamgöngur eru lykillinn að farsælum aðgerðum gegn loftmengun. Gera þarf stórátak í þessum málum, ekki bara innan höfuðborgarsvæðisins heldur einnig á leiðunum til og frá höfuðborgarsvæðinu, að stórum byggðalögum í nágrenninu, en einnig í þéttbýli úti á landi. Borgarlínan er góð byrjun, en miklu miklu meira þarf til.

Hér á landi virðist sem margir ráðamenn loki bæði eyrum og augum fyrir því mikilvæga verkefni sem blasir við.

Rétt er að benda á að aðgerðir til að draga úr loftmengun og aðgerðir til að hamla losun gróðurhúsalofttegunda eru af sama meiði. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi.

[1] Um þetta mál var ítarlega fjallað á aðalfundi Landverndar 2021;

https://landvernd.is/wp-content/uploads/2023/01/Alyktun-1-Gjald-fyrir-nagladekk-a-hofudborgarsvaedinu.pdf