Sveit­ar­stjórn Skag­a­fjarð­ar tel­ur með­ferð Um­hverf­is­stofn­un­ar vegn­a bens­ín­lek­a frá N1-stöð á Hofs­ós­i hafa tek­ið allt of lang­an tíma. Mál­ið var sent til stofn­un­ar­inn­ar í júlí eft­ir að sveit­ar­fé­lag­ið hafð­i lát­ið gera eig­in könn­un á á­hrif­um lek­ans, sem kom í ljós í desember árið 2019.

„Við vilj­um að kom­ist verð­i til botns í því hvers­u marg­ir lítr­ar af bens­ín­i fóru í jarð­veg­inn, hver út­breiðsl­an sé og hvað eigi að gera til að hreins­a þett­a upp,“ seg­ir Sig­fús Ingi Sig­fús­son sveit­ar­stjór­i. Mál­ið sé að stór­um hlut­a á veg­um eink­a­að­il­a en í ljós­i um­fangs­ins og á­hrif­a á þorp­ið allt hafi sveit­ar­stjórn­in kraf­ist rann­sókn­ar.

Sig­f­ús Ingi Sig­f­ús­­son sveit­­ar­­stjór­­i Skag­a­fjarð­ar.
Mynd/Aðsend

Eftir fund­i í vik­unn­i með Um­­hverf­is­stofn­un hef­ur ver­ið lof­að að send­a full­trú­a í þess­um mán­uð­i til að skoð­a að­stæð­ur. Sig­fús seg­ist ekki vita hvert fjár­hags­legt tjón sveit­ar­fé­lags­ins og ein­stak­ling­a sé, en það hljót­i að vera um­tals­vert.

„Heil­brigð­is­eft­ir­lit­ið stöðv­að­i starf­sem­i á ein­um veit­ing­a­stað og ein fjöl­skyld­a þurft­i að flytj­a burt þar sem hús­ið var dæmt ó­í­búð­ar­hæft. Síð­an hef­ur fund­ist tals­verð bens­ín­lykt í versl­un­inn­i á staðn­um,“ seg­ir Sig­fús og út­i­lok­ar ekki að hús­in séu fleir­i sem lek­inn hafi á­hrif á, fyr­ir utan mann­virk­i og lóð­ir sveit­ar­fé­lags­ins. Um­rædd versl­un er á veg­um Kaup­fé­lags Skag­firð­ing­a.

Tank­ur­inn sem lak var fjar­lægð­ur og jarð­vegs­skipt­i gerð í kring­um hann af N1. Ekkert ann­að hreins­un­ar­starf hef­ur far­ið fram eft­ir lek­ann. Í þeim könn­un­um sem gerð­ar hafa ver­ið, með bor­un­um, hef­ur fund­ist lykt og bens­ín­meng­un í jarð­veg­in­um.