Sam­tökin Ungir Um­hverfis­sinnar segja það fjár­magn sem ætlað er um­hverfis- og lofts­lags­málum í fjár­lögum næsta árs ekki endur­spegla þann metnað sem ný ríkis­stjórn segist hafa í mála­flokknum.

„Ungum um­hverfis­sinnum finnst miður hve litlu fjár­magni ríkis­stjórnin ætlar að verja í um­hverfis- og lofts­lags­mál á þessum gríðar mikil­væga tíma­punkti,“ segir í um­sögn sam­takanna og að sá peningur sem til­greindur er og er á­ætlaður í ýmsa mála­flokka sé ekki nægi­legur.

„Fram­lög til um­hverfis­mála (þ.m.t. Lofts­lags­mála) eru á­ætluð sem einungis 3% af heildar­út­gjöldum árið 2022 sem er ein­fald­lega ekki á­sættan­legt, þrátt fyrir að vera góð þróun frá því sem var árið 2017. Ef á­ætluð út­gjöld til um­hverfis­mála 2022 eru borin saman við verga lands­fram­leiðslu Ís­lands 2019, sam­svara þau að­eins um 0.7% (búist er við að VLF 2022 verði að­eins hærri en 2019 svo hlut­fallið verður því lík­lega enn lægra),“ kemur fram í um­sögninni og að fjár­magnið eigi að sam­svara fjórum prósentum af vergri lands­fram­leiðslu sam­kvæmt skýrslu Sam­einuðu þjóðanna um tak­mörkun hnatt­rænnar hlýnunar við 1.5 gráðu frá iðn­byltingu.

„Þegar við stöndum frammi fyrir lofts­lag­s­krísu og ógnar­hraðri hnignun í líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika á heims­vísu, Leggur ríkis­stjórn Ís­land til að við sem þjóð verjum innan við 0.7% af vergri lands­fram­leiðslu í þessi mál­efni. Þetta er ó­á­sættan­legt þar sem það að takast á við þessi mál verður ekki flúið og því Lengur sem við höldum fyrir augun og gerum ekki nóg mun kostnaðurinn einungis safnast upp,“ segir í um­sögninni.

Sam­tökin segja af­leiðingar þess að ýta vandanum frá sér gríðar­lega al­var­legar. Þær séu ekki einungis efna­hags­legar heldur muni að­gerða­leysi leiða af sér „beinan og ó­beinan skaða á sam­fé­lögum, manns­lífum, og náttúrunni okkar allra.“

Um­sögnina er hægt að kynna sér betur hér