Ein þekktustu dýra­verndunar­sam­tök heims, Sea Shepard, vöktu at­hygli á fjar­veru Ís­lands og fjór­tán annarra ríkja á fjórða degi ráð­stefnu Al­þjóða­hval­veiði­ráðsins sem fram fór í gær. Sam­tökin vöktu at­hygli á fjar­veru ríkjanna í færslu á sam­skipta­miðlinum Twitter.

Sea Shepard full­yrða að með fjar­veru sinni séu ríkin fimm­tán að koma í veg fyrir að hægt sé að kjósa um friðun hvala í Suður-At­lants­hafinu.

Eins og fjallað var um í Frétta­blaðinu í gær lögðu nokkur ríki fram til­lögu um af­nám hval­veiði­bannsins á ráð­stefnu Al­þjóða­hval­veiði­ráðsins sem fram fer í borginni Portor­oz í Slóveníu.

Einkum eru þetta lítil og fá­tæk þróunar­ríki. Ey­ríkið Antígva og Bar­búda lagði til­löguna fram og naut stuðnings frá Gíneu, Gambíu og Kambódíu.

Leitað var svara frá mat­væla­ráðu­neytinu við gerð fréttarinnar en ekki fékkst svar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Fjar­vera Ís­lands og annarra ríkja vakti furðu í upp­hafi fundarins, fundar­stjóri stað­festi að full­trúi Ís­lands væri meðal þeirra sem væru fjar­verandi.