Innlent

Ræddi for­­gangs­röðun stjórn­valda í vegamálum

Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, greindi forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í vegaframkvæmdum í viðtali á Sprengisandi.

Kristján Már. Fréttablaðið/GVA

Fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson mætti í þjóðmálaþáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun og ræddi forgangsröðun stjórnvalda í vegaframkvæmdum í samgönguáætlun, meðal annars á Vestfjörðum. 

Hann segir ótrúlegt hve mikið fjármagn sé gert ráð fyrir í vegaframkvæmdir á Vestfjörðum í núverandi samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar miðað við hve umferð sé lítil og nefnir hann sem dæmi Dýrafjarðargöng, Teigsskógaveg og umbætur á Dynjandisheiði.

„Þetta eru yfir 40 prósent. Vestfirðir soga til sín svo mikla peninga að ég spyr mig, ég held að menn væru ekkert að tala um að það að það þyrfti vegtolla ef peningarnir færu ekki allir í Vestfirði,“ segir Kristján sem bendir á að líklegast væri hægt að nýta peningana í vegi sem fleiri nýta.

„Hverjir líða fyrir þetta? Hverju er verið að sleppa í staðinn? 

Framkvæmd sem margir telja mjög brýna er til dæmis tvöföldun Reykjanesbrautar. Það aka á milli átján til tuttugu þúsund bílar um þann veg á sólarhring. Það kostar 3,3 milljarða að laga hann. Að gera hann tvöfaldan. Hann fær ekki krónu á næstu fimm ára áætlun. Á sama tíma eru menn tilbúnir að setja sjö milljarða, meira en tvöfalda þá fjárhæð í veg um Gufudalssveit sem tvöhundruð bílar aka um.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fangelsismál

Slagsmál á Litla-hrauni tilkynnt til lögreglu í dag

Innlent

Sekt fyrir að virða ekki lokanir við Hrafns­eyrar­heiði

Innlent

„Enginn skilinn eftir“ á alþjóðlega Downs-deginum

Auglýsing

Nýjast

Þriggja daga þjóðar­sorg: Allt að 200 látin

FBI tekur nú þátt í að rannsaka Boeing 737 MAX

Brexit mögulega frestað til 30. júní

Efling kallar eftir því að bílstjórar standi saman óháð félagi

Sögð tengjast rann­­sókn CIA á barna­­níðs­efni í svika­­pósti

Fresta falli sements­strompsins vegna veðurs

Auglýsing