Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir og Logi Einars­son, for­menn Við­reisnar og Sam­fylkingarinnar, hafa sent Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra bréf þar sem þau gagn­rýna frestun af­greiðslu þriðja orku­pakka ESB. 

Ríkis­stjórnin hefur hingað til talað á þeim nótum að þings­á­lyktunar­til­laga um þriðja orku­pakkann yrði lögð fram í febrúar. „Í dag er 5. mars og enn er talað um að taka þurfi tíma,“ skrifar Þor­gerður í færslu á Face­book. 

Hún segir að öllum sé ljóst að erfið­leikar séu innan ríkis­stjórnarinnar við að af­greiða málið. „Flest bendir til þess að ekki sé meiri­hluti fyrir málinu á þingi á meðal ríkis­stjórnar­flokkanna,“ skrifar hún. 

Þess vegna vilji þau Logi „bjóða fram að­stoð“ sína til þess að tryggja að málið fái fram­gang á Al­þingi. Þau segja að mikil­vægt sé að af­greiða þriðja orku­pakkann hið snarasta, í þágu ís­lensks sam­fé­lags, heimila og fyrir­tækja.