Sanna Magda­lena Mörtu­dóttir, odd­viti Sósíal­ista­flokksins í Reykja­vík, segir að sér finnist sem nýr meiri­hluti ætli ekki að ráðast að rót vandans þegar kemur að fá­tækt í borginni, innt eftir sínum fyrstu við­brögðum við nýjum meiri­hluta­sátt­mála.

„Borgar­búar voru að kalla eftir breytingum og eins og við Sósíal­istar sjáum þetta þá þarf að fara að rót vandans og laga rótina til að ná að laga það sem er að, hús­næðiskreppa, fá­tækt og ó­jöfnuður,“ segir Sanna í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hún segir það vekja at­hygli sína að í sátt­málanum sé rætt um að út­hluta fleiri lóðum til upp­byggingar og að settur verði á lag­girnar hús­næðis­sátt­máli milli ríkis og sveitar­fé­laga.

„En það er ekki verið að skoða á­byrgð borgarinnar á að byggja þannig að það henti þörfum þeirra sem eru í mestri þörf á hús­næði. Við fyrstu yfir­ferð lítur þetta út fyrir að vera á­fram­hald um það sama í nýjum búningi,“ segir Sanna.

„Ef þú byggir bara fleiri í­búðir þá lagar það ekki vandann. Þú þarft að byggja á fé­lags­legum for­sendum þar sem þú fjar­lægir þessa aðila sem leitast bara við að hagnast á upp­byggingunni. Það er ekki nóg að bara byggja.“

Sanna segir að það vekji at­hygli sína að rætt sé um að frítt verði í sund og strætó fyrir börn auk þess sem ráðast eigi í að­gerðir til að laga svefn barna.

„En það er ekki verið að tala um grunn­vanda­málin, við erum með svöng börn, við erum með fá­tæk börn sem eru alltaf að flytjast á milli hverfa, það er ekki talað um gjald­frjálsar skóla­mál­tíðir svo öll börn geti borðað í skólanum. Það vantar al­gjör­lega þessa fé­lags­hyggju sem við höfum svo mikið talað fyrir.“

Gerði allt sitt til að mynda meirihluta til vinstri

Sérðu eftir því að hafa úti­lokað sam­starf við Við­reisn og þar með þátt­töku Sósíal­ista í meiri­hlutanum?

„Ég segi ekki að við höfum úti­lokað. Við vorum náttúru­lega bara að tala fyrir myndun fé­lags­hyggju­stjórnar. Við lögðum það á borðið og vorum mjög mikið að reyna að vinna með það. Við kynntum mögu­leika sem voru á borðinu og ég hringdi í odd­vita og reyndi mikið að láta þetta verða að veru­leika.

Ég gerði mitt og hefði viljað sjá það verða að veru­leika, þannig mín spurning er frekar sú hvort að þessi fé­lags­hyggju­flokkur sjái ekki eftir því að hér hefði getað orðið vinstri­sinnaðri borgar­stjórnar­meiri­hluti. Ég sagði strax að við værum til í það og hefði viljað sjá frekari um­ræður um það.“