Ný skjöl varpa ljósi á fjöldafangelsun Kínverja á Úígúrum og öðrum minnihlutahópum í svokölluðum endurmenntunarbúðum þar í landi. Þau bera nafnið Xinjiang-lögregluskjölin.

Í skjölunum má finna þúsundir ljósmynda af föngunum og þá þykja þau sýna fram á að þeir sem reyni að flýja búðirnar séu skotnir.

Mótmæli fyrir utan kínverska sendiráðið í London í janúar 2020.
Fréttablaðið/Getty images

Hakkarar komust yfir skjölin og sendu þau á fjölmiðla fyrr á þessu ári. Í gær birtust fréttir upp úr þeim, meðal annars frá BBC, en miðillinn segir skjölin skýra stöðu fólks í búðunum.

Þessar fregnir hafa vakið mikil viðbrögð. Til að mynda hafa þýsk stjórnvöld kallað eftir rannsókn.