Sjón­varps­þátturinn Lífið er lag, sem sýndur er á Hring­braut, fjallar um stöðu, hags­muni og fram­tíðar­sýn eldra fólks á Ís­landi.

Að­stand­endur þáttarins komu í vikunni færandi hendi til Hrafnistu með um átta hundrað Góupáska­egg að gjöf handa öllum í­búum Hrafnistu­heimilanna sem bú­settir eru á átta heimilum sem Hrafnista starf­rækir á höfuð­borgar­svæðinu og í Reykja­nes­bæ.

Að sögn Sigurðar K. Kol­beins­sonar þátta­stjórnanda er gjöfin fram­lag þáttarins til í­búanna sem um þessar mundir geta því miður ekki þegið heim­sóknir frá að­stand­endum á meðan far­aldur Co­vid-19 veirunnar gengur yfir.

Pétur Magnús­son, for­stjóri Hrafnistu, segir gjöfina góðan vitnis­burð um þann sam­hug og hlýju sem ein­staklingar og fyrir­tæki sýna þessa dagana í garð ýmissa þjóð­fé­lags­hópa, ekki síst aldraðra á hjúkrunar­heimilum, þar sem tón­listar­fólk hefur einnig komið saman fyrir utan hjúkrunar­heimili um allt land til að syngja fyrir íbúa.

Með­fylgjandi mynd var tekin í nýrri þjónustu­byggingu Sjó­manna­dags­ráðs við Sléttu­veg þegar Pétur Magnús­son for­stjóri Hrafnistu­heimilanna veitti gjöfinni við­töku. Hrafnista starf­rækir um 25% hjúkrunar­rýma á landinu og starfa þar um 1500 manns.