Full­trúa­deildar­þing­maðurinn Matt Gaetz er sagður hafa óskað eftir náðun frá Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, fyrir hvers kyns glæpi sem hann kynni að vera á­kærður fyrir í fram­tíðinni en þetta hefur New York Times eftir tveimur aðilum sem komu að við­ræðunum.

Gaetz sætir nú al­ríkis­rann­sókn vegna gruns um kyn­lífsman­sal og vændi en hann er meðal annars sakaður um að hafa átt í sam­bandi við sau­tján ára stúlku. Enn sem komið er hefur hann ekki verið á­kærður fyrir neinn glæp og neitar hann sjálfur al­farið sök en hann segir að um sé að ræða rógs­her­ferð gegn sér.

Beiðni um náðun hafi ekki tengst rannsókninni

Að því er kemur fram í frétt New York Times á Gaetz að hafa leitað til Hvíta hússins á síðustu dögum Trumps í em­bætti og óskað eftir náðun fyrir sjálfan sig og stuðnings­menn sína. Á sama tíma höfðu rann­sak­endur dóms­mála­ráðu­neytis Banda­ríkjanna hafist handa við að yfir­heyra aðila tengda Gaetz í tengslum við meinta glæpi hans.

Ó­ljóst er hvort Hvíta húsið eða Gaetz sjálfur hafi vitað af því að hann væri til rann­sóknar á þeim tíma­punkti en Gaetz greindi ekki frá slíkri rann­sókn þegar hann er sagður hafa óskað eftir náðun. Þá er enn fremur ó­ljóst hvort Gaetz hafi rætt beint við Trump um málið. Trump náðaði loks nokkra aðila á síðustu dögum sínum í em­bætti en Gaetz var ekki þeirra á meðal.

Tals­maður Gaetz neitar því al­farið að hann hafi óskað eftir náðun vegna þeirra mála sem hann sætir nú rann­sókn fyrir en tals­maðurinn vísaði til þess að Gaetz hafi einungis hvatt Trump til að náða sem flesta, allt frá sjálfum sér til tígri­s­kóngsins Joe Exotic. „Þessi um­mæli hafa verið skjal­fest í nokkurn tíma,“ sagði tals­maðurinn.

Neitar að segja af sér

Gaetz var einn helsti stuðnings­maður Trumps innan þingsins og fór hann ekki leynt með ó­beit sína á Demó­krötum og Repúbli­könum sem voru á móti Trump. Þá var hann meðal þing­manna sem stöðvuðu vitna­leiðslur í tengslum við á­kærurnar á hendur Trumps til em­bættis­missis með því að ryðjast inn í her­bergi þar sem vitni voru kölluð til.

Hann sætir nú mikilli gagn­rýni frá öðrum þing­mönnum, bæði vegna al­ríkis­rann­sóknarinnar og vegna á­sakana um að hann hafi sýnt nektar­mynd­bönd og myndir af konum, meðal annars meðan hann var í þing­sal. Ör­fáir hafa komið Gaetz til varnar, til að mynda þing­konan Mar­jori­e Taylor Greene, sem einnig var dyggur stuðnings­maður Trumps.

Þrátt fyrir gagn­rýnina neitar hann að segja af sér sem þing­maður en leið­togi Repúblikana innan deildarinnar, Kevin Mc­Cart­hy, gaf það út í síðustu viku að mögu­lega yrði Gaetz sviptur sætum sínum í nefndum deildarinnar ef á­sakanirnar reynast sannar. Þing­hlé er nú í Banda­ríkjunum en ætla má að málið verði tekið upp í næstu viku þegar þingið kemur aftur saman.