Lofts­lags­ráð­stefna Sam­einuðu þjóðanna, COP26, hefst í Glas­gow um næstu helgi. Ýmsir lofts­lags­­vísinda­­menn og aktív­istar telja ráð­­stefnuna vera síðasta tæki­­færi heims­byggðarinnar til að setja sér skýr mark­mið í bar­áttunni gegn lofts­lags­breytingum en út­nefndur for­maður ráð­stefnunnar telur að strembið verði að ná sam­hljómi meðal allra ríkjanna.

Alok Sharma er lofts­lags­ráð­herra Bret­lands og sér um ráð­stefnur sem haldnar eru í landinu. Sharma segir verkið næstu þrjár vikurnar vera að fá næstum því tvö hundruð þjóðir til að sam­þykkja strangan niður­skurð á út­blæstri gróður­húsa­loft­tegunda.

Mark­miðið er sem áður að passa að hlýnun jarðar aukist ekki um meira en 1,5 gráður celsíus frá því fyrir iðn­byltinguna, verk­efni sem verður sí­fellt erfiðara eftir því sem kol­efnis­út­blástur eykst.

„Það sem við ætlum að reyna að gera hér í Glas­gow er í raun mjög snúið,“ sagði Sharma í sam­tali við The Guar­dian. „Það var frá­bært sem þau gerðu í París, það var sátt­máli sem bjó til rammann en mikið af smá­at­riðunum var geymt til fram­tíðar.“

„Það er eins og við séum komin að endanum á próf­blaðinu og erfiðustu spurningarnar eru enn eftir og tíminn er brátt á þrotum, prófið er búið eftir hálf­tíma og þú spyrð „hvernig ætlum við að svara þessu?““ segir Sharma.

Fyrr á þessu ári gaf IPCC, lofts­lags­nefnd Sam­einuðu þjóðanna, út skýrslu um lofts­lags­vána sem málaði mjög dimma mynd af fram­tíðinni og brýndi þörfina á því að mann­kynið drægi gífur­lega úr út­blæstri.

Í skýrslunni er á­ætlað að hlýnun jarðar nái þeim 1,5 gráðum á celsíus sem miðað er við í Parísar­sátt­­málanum mun fyrr en áður var búist við.

Ný­legur gagna­leki sýndi að ýmis lönd hafi reynt að hafa á­hrif á niður­stöður og orða­lag í skýrslunni. Meðal þeirra er Sádi Arabía, Noregur og Ástralía.

„IPCC skýrslan, þó hún hafi verið ógn­vekjandi, var mjög hjálp­leg við að hjálpa okkur að skerpa at­hygli okkar,“ segir Sharma.

Talið er mjög lík­legt að for­seti Kína, Xi Jin­ping, og for­seti Rúss­lands, Vla­dimir Putin, muni ekki láta sjá sig á ráð­stefnunni.