Ágætis veðurspá er yfir landinu næstu daga en gæti kólnað nokkuð í veðri eftir helgina. Spáð er átta til fimmtán stiga hita í dag, hlýjast á Norðausturlandi en líkur á næturfrosti.
Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings liggur nú hægfara háþrýstisvæði yfir landinu sem varir út helgina. Með því er almennt léttskýjað og hægir vindar. Sums staðar kann þó að vera þokuloft við sjávarsíðuna.
Rólegur vindur í dag, þrír til átta metrar á sekúndu, en aðeins hvassara á suðurströndinni, allt að þrettán metrar á sekúndu.
Á morgun, laugardag, er spáð hægri suðlægri eða breytilegri átt og léttu skýjafari víða. Hiti milli átta og fjórtán stig.
Á sunnudaginn verður hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en léttskýjað sunnanlands. Hiti er þá fjögur til þrettán stig, hlýjast syðst
Eftir helgi kólnar í veðri og búist er við að verði skýjað með mestu á mánudag og úrkomulítið.