Á­gætis veður­spá er yfir landinu næstu daga en gæti kólnað nokkuð í veðri eftir helgina. Spáð er átta til fimm­tán stiga hita í dag, hlýjast á Norð­austur­landi en líkur á nætur­frosti.

Sam­kvæmt hug­leiðingum veður­fræðings liggur nú hæg­fara há­þrýsti­svæði yfir landinu sem varir út helgina. Með því er al­mennt létt­skýjað og hægir vindar. Sums staðar kann þó að vera þoku­loft við sjávar­síðuna.

Ró­legur vindur í dag, þrír til átta metrar á sekúndu, en að­eins hvassara á suður­ströndinni, allt að þrettán metrar á sekúndu.

Á morgun, laugar­dag, er spáð hægri suð­lægri eða breyti­legri átt og léttu skýja­fari víða. Hiti milli átta og fjór­tán stig.

Á sunnu­daginn verður hæg vest­læg eða breyti­leg átt og skýjað með köflum, en létt­skýjað sunnan­lands. Hiti er þá fjögur til þrettán stig, hlýjast syðst

Eftir helgi kólnar í veðri og búist er við að verði skýjað með mestu á mánu­dag og úr­komu­lítið.