Þing­menn eru margir ó­sáttir við það að for­maður alls­herjar- og mennta­mála­nefndar og þing­kona Sjálf­stæðis­flokksins, Bryn­dís Haralds­dóttir, hafi ekki boðað dóms­mála­ráð­herra og full­trúa Út­lendinga­stofnunar á fund nefndarinnar í morgun eins og hafði verið óskað eftir í síðustu viku. Málið var rætt ítar­lega í störfum þingsins í dag.

Arn­dís Anna Kristínar­dóttir Gunnars­dóttir þing­kona Pírata lagði í morgun fram bókun á fundi alls­herjar- og mennta­mála­nefndar vegna stjórnar formanns sem ekki boðaði dóms­mála­ráð­herra á fund nefndarinnar á morgun. Arn­dís vakti at­hygli á bókun sinni á þingi í dag en þrír þing­menn höfðu á síðasta fundi nefndarinnar, fyrir helgi, stutt til­lögu þess efnis að kalla hann á fundinn.

„Þegar slík beiðni er lögð fram er for­manni nefndar skylt að boða til fundar. Skýrt var að beiðnin laut að því að boða skyldi dóms­mála­ráð­herra, Út­lendinga­stofnun og ríkis­lög­reglu­stjóra á fundinn, og var jafn­framt farið fram á að sendar yrðu til­teknar spurningar til þessara aðila fyrir fundinn til að fundurinn yrði árangurs­ríkur og tóku fundar­menn, meðal annars for­maður, undir að það væri gagn­legt,“ segir Arn­dís í bókun sinni.

Þar kemur einnig fram að for­maður hafi ekki boðað aðilana á fundinn, að það hafi verið gerð til­raun til að afmá kröfuna úr fundar­gerð og að spurningarnar hafi ekki verið sendar.

Bjuggust við ráðherra

„Ekkert kom fram á fundinum þann 3. nóvember sem gaf á­stæðu til að ætla annað en að for­maður myndi bregðast við beiðninni, og voru engin mót­mæli við henni,“ segir að lokum.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segist Arn­dís ekki sátt við þessi vinnu­brögð. Hún segir að í raun hafi ekkert nýtt komið fram á fundi ríkis­lög­reglu­stjóra með nefndinni í morgun og að beiðnin um að fá dóms­mála­ráð­herra á fund þeirra hafi verið í­trekuð. Þar hafi þó einn þing­maður aftur­kallað sína beiðni um að fá hann á fund þeirra.

Ósætti á þingi

Á þingi í dag var þetta rætt af fleirum. Eyjólfur Ár­manns­son í Flokki fólksins sagðist styðja það að þeir kæmu fyrir fundinn og að hann efaðist ekki um að for­maður myndi sam­þykkja beiðnina. Hall­dóra Mogen­sen sagði það al­var­legt að beiðnin hafi ekki verið virt.

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar sagði leiðin­legt að það væri ó­skýrt að málið væri ekki skýrt í nefndinni og að það hefði verið betra ef að full­trúi ráð­herra og Út­lendinga­stofnunar hefðu verið á fundinum. Hann minnti einnig á að það fólk sem hefði, sem dæmi verið sent til Grikk­lands í síðustu viku, fer ekki í flótta­manna­búðir í Grikk­landi heldur á götuna, því þau eru þegar með vernd.

Birgir Þórarins­son spurði hann í kjöl­farið hvað hann hefði fyrir sér í þeim efnum og að fólkið sem er nú aftur í Grikk­land gæti óskað þess að fara aftur í búðirnar ef það vildi.

Andrés Ingi þakkaði Birgi fyrir að hringja þetta sím­tal en að hann ætlaði frekar að hlusta á til dæmis Rauða krossinn sem segi verndar­kerfið á Grikk­landi ó­nýtt. Hann sagði mis­notkun Bryn­dísar Haralds­dóttur, formanns alls­herjar- og mennta­mála­nefndar, á dag­skrár­valdi sínu í nefndinni al­var­lega.

Birgir svaraði þessu og sagði Andrés hafa kol­rangt fyrir sér og að mál­flutningur hans væri ekki boð­legur en Andrés bað Birgi að fá yfir­mann stofnunarinnar í Grikk­landi sem hann talaði við að senda þinginu bréf og þau gætu þá tekið það til skoðunar.

„Gæti ég fengið frið fyrir gólandi þing­manninum?,“ spurði Andrés á þingi á meðan Birgir hrópaði að honum.