Siða­nefnd Há­skóla Ís­lands hefur borist kæra frá Berg­sveini Birgis­syni, rit­höfundi og fræði­manni, vegna meints rit­stuldar Ás­geirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra, í ný­út­gefinni bók hans sem ber nafnið Eyjan hans Ingólfs.

Þetta stað­festir Henry Alexander Henrys­son, heim­spekingur og einn nefndar­manna siða­nefndar, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Henry Alexander segir mál Berg­sveins eitt þeirra mála sem tekin verði fyrir á næsta fundi nefndarinnar sem verður á mánu­dag.

Máls­með­ferð svona mála getur tekið upp undir hálft ár hjá nefndinni, að sögn Henrys.

„Það er ekkert að fara að gerast í næstu viku eða byrjun næsta árs,“ segir Henry Alexander og bendir á að fyrsta á­kvörðun sé að ræða hvort málið verði tekið fyrir.

Í greinar­gerð um málið, sem Berg­sveinn fékk birta á Vísi í fyrra­dag, ber hann fram al­var­legar á­sakanir á hendur Ás­geiri og sakar hann meðal annars um rit­stuld, „og það svo um­fangs­mikinn að mér er til efs að við­líka dæmi séu til í sögu ís­lenskrar bóka­út­gáfu,“ segir meðal annars í greinar­gerðinni, sem er ítar­leg.

Í greinar­gerðinni segir Berg­sveinn það graf­alvar­legt mál að saka ein­hvern um rit­stuld. „En rit­stuldur sá sem ég tel Ás­geir Jóns­son vera sekan um í þessu til­felli er að sama skapi graf­alvar­legt mál. Það gerir málið enn al­var­legra að seðla­banka­stjóri Ís­lands sé upp­vís að þjófnaði á hug­verkum annarra.“

Bíður eftir siða­nefndinni

Í sam­tali við Frétta­blaðið segist Berg­sveinn ætla að sjá hvernig málið fari hjá siða­nefndinni, áður en hann taki af­stöðu til mögu­legrar máls­höfðunar.

„Ef að ske kynni að þeir myndu segja að þetta væri ekki á þeirra borði verð ég vitan­lega að leita réttar míns annars staðar,“ segir Berg­sveinn og bendir á að það yrði lík­lega hjá hans norska for­lagi, þar sem bók hans Leitin að svarta víkingnum var upp­runa­lega gefin út á norsku og síðan gefin út í ís­lenskri þýðingu.

Ás­geir sendi frá sér yfir­lýsingu vegna málsins í fyrra­dag þar sem hann vísar á­sökunum Berg­sveins al­farið á bug og segir þær koma sér mjög á ó­vart.

Rit­höfunda­sam­bandi Ís­lands var ekki kunnugt um málið þegar Frétta­blaðið leitaði svara og tjáir sig al­mennt ekki um ein­staka mál.

Vil­borg Davíðs­dóttir, vara­for­maður Rit­höfunda­sam­bandsins, segir um­ræðu um rit- og hug­mynda­­stuld hafa farið vaxandi innan sam­bandsins að undan­förnu.

Vil­borg Davíðs­dóttir, vara­for­maður Rit­höfunda­sam­bandsins.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

„Fé­lags­menn hafa leitað til okkar og um­ræðan hefur verið í gangi í stéttinni um það hver á hug­mynd og hvað stuldur er. Um höfundar­réttar­mál í því víða sam­hengi, og það ætlum við að taka fyrir á mál­þingi í febrúar.“

Vil­borg segir mál af þessu tagi mjög erfið. „Fólki verður náttúru­lega mjög heitt í hamsi – eðli­lega.“

Fyrir­lestri Ás­geirs, um efna­hags­mál á land­náms­öld, sem átti að fara fram hjá Mið­alda­stofu Há­skóla Ís­lands í gær, var frestað vegna málsins.

Haraldur Bern­harðs­son, for­stöðu­maður Mið­alda­stofu, sagði frestun fyrir­lestrarins hafa verið að frum­kvæði stofnunarinnar.

Málið myndi ein­fald­lega skyggja á efni fyrir­lestrarins og réttast væri að fá botn í málið fyrst.