Á­rásar­maður sem myrti tíu manns í skot­á­rás sem fór fram í búð í Buffa­lo, borg í New York fylki í Banda­ríkjunum var dæmdur í dag fyrir haturs­glæpi. Á­rásar­maðurinn er hvítur og öll fórnar­lömb hans voru svartir Banda­ríkja­menn. Á­rásar­maðurinn gæti átt yfir höfði sér dauða­refsingu.

Tíu létust og þrjú særðust eftir á­rásina sem fór fram 15. Maí. Banda­ríkja­for­seti sagði á­rásina vera „haturs­fulla inn­lenda hryðju­verka­á­rás.“

Minnst hefur verið fórnarlamba árásarinnar á ýmsan hátt.
Fréttablaðið/Getty

AP News greinir frá því að Dóms­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna, Merrick Garland, heim­sótti fjöl­skyldur fórnar­lamba á­rásarinnar á­samt því að leggja blóm­vönd við búðina, sem hefur staðið lokuð frá á­rásinni.

„Enginn í þessu landi ætti að lifa við ótta við að fara í vinnuna eða búðina og verða fyrir árás frá ein­hverjum sem hatar ein­stak­linginn vegna húð­lit þeirra,“ sagði Garland á blaða­manna­fundi.

Garland úti­lokaði ekki að sótt verði eftir að á­rásar­maðurinn verði dæmdur dauða­refsingu. Hann sagði það mál verði gert í sam­ráði við fjöl­skyldur fórnar­lambanna.

Dómurinn um haturs­glæpi byggjast fyrst og fremst á skjölum sem hann birti á netið stuttu fyrir á­rásina. Þar fer hann yfir rót­tæka og for­dóma­fulla heims­sýn hans.

Þegar full­trúar Banda­rísku Al­ríkis­lög­reglunnar leituðu á heimili hans eftir á­rásina fundu þau bréf þar sem hann af­sakaði á­rásina fyrir fjöl­skyldu sinni. Í bréfinu sagðist hann „þurfa að fram­kvæma á­rásina fyrir fram­tíð hvíta kyn­stofnsins.“