Árásarmaður sem myrti tíu manns í skotárás sem fór fram í búð í Buffalo, borg í New York fylki í Bandaríkjunum var dæmdur í dag fyrir hatursglæpi. Árásarmaðurinn er hvítur og öll fórnarlömb hans voru svartir Bandaríkjamenn. Árásarmaðurinn gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu.
Tíu létust og þrjú særðust eftir árásina sem fór fram 15. Maí. Bandaríkjaforseti sagði árásina vera „hatursfulla innlenda hryðjuverkaárás.“

AP News greinir frá því að Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Merrick Garland, heimsótti fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar ásamt því að leggja blómvönd við búðina, sem hefur staðið lokuð frá árásinni.
„Enginn í þessu landi ætti að lifa við ótta við að fara í vinnuna eða búðina og verða fyrir árás frá einhverjum sem hatar einstaklinginn vegna húðlit þeirra,“ sagði Garland á blaðamannafundi.
Garland útilokaði ekki að sótt verði eftir að árásarmaðurinn verði dæmdur dauðarefsingu. Hann sagði það mál verði gert í samráði við fjölskyldur fórnarlambanna.
Dómurinn um hatursglæpi byggjast fyrst og fremst á skjölum sem hann birti á netið stuttu fyrir árásina. Þar fer hann yfir róttæka og fordómafulla heimssýn hans.
Þegar fulltrúar Bandarísku Alríkislögreglunnar leituðu á heimili hans eftir árásina fundu þau bréf þar sem hann afsakaði árásina fyrir fjölskyldu sinni. Í bréfinu sagðist hann „þurfa að framkvæma árásina fyrir framtíð hvíta kynstofnsins.“