Gæslu­varð­halds­úr­­skurður Héraðs­­dóms Reykja­víkur yfir hjúkrunar­­fræðingi sem sökuð er um að hafa orðið sjúk­lingi á geð­­deild Land­­spítalans við Hring­braut að bana fyrr í mánuðinum hefur verið felldur úr gildi af Lands­rétti. Þetta stað­festi Hulda Elsa Björg­vins­dóttir, svið­stjóri á­kæru­sviðs lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í sam­tali við RÚV.

Að mati Lands­réttar var ekki á­stæða til þess að konan, sem er á sjö­tugs­aldri, yrði í haldi lög­reglu vegna rann­sóknar­hags­muna en hún var úr­skurðuð í viku­langt gæslu­varð­hald af Héraðs­dómi Reykja­víkur á mið­viku­daginn, á grund­velli rann­sóknar­hags­muna. Konan sem lést var á sex­tugs­aldri og leikur grunur á að hún hafi kafnað í mat­máls­tíma.

Lög­regla hefur varist tíðinda af málinu, sem og Land­spítalinn. Lög­regla ekki gefið út hvort talið er að um mann­dráp af gá­leysi eða á­setningi sé að ræða. Margeir Sveins­son að­stoðar­lög­reglu­þjónn segir við RÚV að rann­sókn gangi á­gæt­lega og skýrslu­tökur farið fram en vildi ekki segja hve margar. Em­bætti land­læknis hefur málið einnig til skoðunar.