Gæslu­varð­hald yfir manninum sem er grunaður um að hafa skotið með riffli á bíl borgar­stjórans í Reykja­vík og inn um rúður á skrif­stofur Sam­fylkingarinnar hefur verið fram­lengt á grund­velli rann­sóknar­hags­muna og vegna þess að maðurinn er talinn hættu­legur. Þetta kemur fram á frétta­vef RÚV.

Lög­reglan hand­tók manninn á laugar­dag og var hann úr­skurðaður í gæslu­varð­hald sem rann út í dag. Hann verður í gæsluvarðhaldi fram á föstudag í hið minnsta. Héraðsak­sóknari hefur tekið við málinu. Maðurinn er sagður vera á sex­tugs­aldri.

Tveir karl­menn hafa verið hand­teknir og eru með réttar­stöðu sak­bornings í málinu.