Gæslu­varð­hald hefur verið fram­lengt um fjórar vikur yfir karl­manni á sjö­tugs­aldri sem er grunaður um að hafa brotið gegn allt að 30 börnum.

Ævar Pálmi Pálma­son, yfir­lög­reglu­maður í kyn­ferðis­brota­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, stað­festir að maðurinn hafi þegar verið færður fyrir dómara og gæslu­varð­haldið fram­lengt. Tekin var á­kvörðun í gær um það.

Spurður hversu langt aftur brot mannsins nái segir hann að þau brot sem lög­reglan rann­sakar nú nái ekki lengra en árið 2021.

Hann segir að búið sé að yfir­heyra um 40 manns í tengslum við málið og að rann­sókn þess sé gífur­lega um­fangs­mikil. Bæði vegna þess mikla fjölda sem hann er grunaður um að hafa brotið gegn auk um­fangs gagnanna sem lög­reglan hefur þurft að greina í rann­sókn sinni.

Maðurinn hefur setið í gæslu­varð­haldi frá því fyrir ára­mót en hann notaði, meðal annars, Snapchat til að nálgast börn og til að brjóta á þeim.

Ævar Pálmi segir að rannsókn málsins sé langt á veg komin og á von á því að henni ljúki bráðlega.