Sprengju­sveit Land­helgis­gæslunnar sprengdi upp fall­byssu­kúlu í Þor­láks­höfn á öðrum tímanum. Ekki var um æfingu að ræða að sögn sprengju­sér­fræðingi sem var við störf á vett­vangi.

Í morgun voru sprengju­deild Land­helgis­gæslunnar og sér­sveit Ríkis­lög­reglu­stjóra kallaðar til vegna ill­þekkjan­legs hlutar sem fannst á gáma­svæði á gáma­svæði í Þor­láks­höfn.

Þar sem upp­haf­lega var talið að hugsan­lega gæti verið um sprengju að ræða var mikill við­búnaður. Ekki reyndist hætta á ferðum þar sem um var að ræða eftir­líkingu eða leik­mun og lauk að­gerðum um klukkan eitt.

Engin tengsl eru á milli að­gerða sprengju­sveitarinnar varðandi hin tor­kenni­lega hlut og þess er fall­byssu­kúlan var sprengd.

Frá að­gerðum sprengju­sveitarinnar í dag.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson
Fall­byssu­kúlan sprengd.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson