Hinir hug­djörfu sprengju­sér­fræðingar Land­helgis­gæslunnar sofa rótt í nótt eftir að þeim tókst í sjö­ttu til­raun að fella vind­myllu í Þykkva­bæ sem skemmdist í bruna á ný­árs­dag. Var það gert til að koma í veg fyrir að tjón yrði að henni að sögn Ás­geirs Margeirs­sonar, stjórnar­for­manns Há­blæs sem átti mylluna. Þetta sagði hann í há­degis­fréttum RÚV í dag.

Að­gerðin hófst um klukkan tvö í dag og í henni tóku þátt lög­regla og slökkvi­lið auk Gæslunnar. Henni lauk um klukkan átta er vind­myllan féll til jarðar eftir að sjötta sprengjan sprakk.