Undan­farnar vikur hafa Land­helgis­gæslan og danski her­aflinn staðið fyrir al­þjóð­legri leit að Hollendingi sem þann 8. ágúst hélt á skútunni Laurel frá Vest­manna­eyjum á­leiðis til syðsta hluta Græn­lands. Ekkert hefur spurst til mannsins síðan.

Varð­skipin Þór og Týr, á­samt þyrlum Gæslunnar, hafa leitað að Laurel. Auk þess hafa loft­för, skip og bátar danska her­aflans tekið þátt í leitinni sem ekki hefur borið árangur. Af þeim sökum hefur verið tekin á­kvörðun um að hætta leit á meðan engar frekari vís­bendingar um af­drif skútunnar og hollenska skip­verjans liggja fyrir. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Land­helgis­gæslunni.