Á­kvörðun stjórn­valda í Hong Kong um að slátra allt að tvö þúsund hamstra eftir að Co­vid-19 hóp­smit var rakið til gælu­dýra­búðar þar leggst illa í gælu­dýra­eig­endur og bar­áttu­fólk fyrir dýra­vernd. Heil­brigðis­yfir­völd segja að­gerðirnar nauð­syn­legar þar sem hamstrar geti smitað önnur gælu­dýr og mann­fólk.

Smitið er rakið til gælu­dýra­búðarinnar Litt­le Boss og eru í það minnsta þrjú smit tengd því. Fimm­tán verslanir eru reknar undir merkjum Litt­le Boss auk vöru­húss. Starfs­maður í sölu­deild fyrir­tækisins greindist á mánu­dag smitaður með Delta-af­brigði Co­vid-19.

Ein verslana Litt­le Boss í Hong Kong.
Fréttablaðið/Getty

Auk hamstra verður einnig fjöldinn allur af smá­dýrum svæfður, þar á meðal kanínur og loð­kanínur. Búið er að fyrir­skipa lokun allra gælu­dýra­verslana í borginni sem selja hamstra. Þau hafa biðlað til allra sem keyptu hamstur í verslunum Litt­le Boss eftir 22. desember að af­henda yfir­völdum dýrin svo slátra megi þeim.

Undir­skrifta­söfnun gegn að­gerðunum er farin af stað og ljóst er að margir eru band­brjálaðir. Tæp­lega þrjá­tíu þúsund manns hafa skrifað undir.

Efast um að slátrun sé besta lausnin

The Straits Times ræðir við gælu­dýra­eig­andann Ashley Lee en tvær dætur hennar hafa átt hamstra síðan árið 2020.

„Ég er af báðum áttum varðandi þetta mál. Ég get ekki sagt að slátrun sé besti mögu­leikinn fyrir þessi litlu dýr,“ og segir dætur sínar vinna að því að tryggja öryggi hamstra sinna. „Þeir segja að gestir megi ekki snerta hamstrana okkar lengur og þeir ætli að kanna hvort gestir hafi verið bólu­settir eður ei.“

Gælu­dýra­eig­andinn og leik­konan Shafin Azim, sem átt hefur hamstra og kanínur, er ösku­ill. „Þetta eru ekki líknar­dráp. Þetta er morð. Finnið betri leið - lokið búðinni um stund, klæðist hlífðar­búnaði áður en þau eru fóðruð, ski­mið þau aftur.“

Alls voru tekin 78 sýni úr gælu­dýrum í verslunum Litt­le Boss og greindust þar ellefu smit. Auk þess voru 511 sýni tekin í vöru­húsinu og fannst vottur um Co­vid í nokkrum búrum. Beðið er frekari niður­staðna.

Öndunar­færa­sér­fræðingurinn Dr. Leung Chi Chiu segir erfða­mengi Co­vid-smitsins sem greindist í starfs­manni verslunarinnar ó­líkt því sem sést hefur áður í Hong Kong. Náið sam­neyti starfs­mannsins við mjög sýkta hamstra gæti leitt af sér „fyrsta til­fellið sem vitað er af því sem virðist vera smit frá hamstri til manns.“

Hann segir að hamstrar, líkt og hænur, séu ræktaðir í hjörðum sem gæti verið hættu­legt ekki bara starfs­mönnum í kringum þá heldur einnig gælu­dýra­eig­endum. Því gæti smit breitt hratt úr sér er manneskja smitast.

Sýna­taka í vöru­húsi Litt­le Boss.
Fréttablaðið/EPA

„Skimun getur ekki úti­lokað smit á með­göngu­tíma og að lítið magn veirunnar fyrir­finnist. Slátrun er því nauð­syn­leg ekki bara til að vernda gælu­dýra­eig­endur heldur líka til að koma í veg fyrir hóp­smit í sam­fé­lagi okkar.“

Dýra­verndar­sam­tökin Socie­ty for the Pre­vention of Cru­elty to Animals segja í svari við fyrir­spurn The Straits Times að­gerðir stjórn­valda í Hong Kong á­fall og „ekki tekið til­lit til dýra­verndunar­sjónar­miða eða tengsla manna og dýra.“ Þau vonast til þess að yfir­völd skipti um skoðun og leiti annarra ráða sem ekki eru jafn rót­tæk.

Alls hafa 12.800 Co­vid-smit greinst í Hong Kong frá upp­hafi far­aldursins. Þar hafa 213 látist af þeim sökum.

Alls voru tekin 78 sýni úr gælu­dýrum í verslunum Litt­le Boss og greindust þar ellefu smit.
Fréttablaðið/EPA