28. júlí, sem er í dag, er tímamótadagur, sem ekki er þó hægt að taka fagnandi, því nú eru jarðarbúar búnir að nýta allar auðlindir sem Jörðin gefur af sér á einu ári, samkvæmt alþjóðlegum stöðluðum útreikningum. Staðan hefur versnað ár frá ári, en þessi óheillaþróun hófst í kringum 1970. Til þess að fullnægja ársneysu okkar þyrftum við 1,75 jörð, eins og staðan er í dag. Yfirdráttardagurinn hefur aldrei verið eins snemma á ferðinni og í ár.

Á Fréttavaktinni í kvöld sem hefst klukkan 18:30 á Hringbraut í opinni dagskrá verður rætt við Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingum um þessa stöðu. Hér má heyra brot úr viðtalinu við Stefán.