Gabríel Douane Boama, sem strauk úr haldi lögreglunnar í vikunni og var handtekinn fyrr í dag, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Gabríel var handtekinn í sumarbústað á höfuðborgarsvæðinu. Fimm aðrir tengdir leitinni voru einnig handteknir á sama tíma. Fimmmenningarnir voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu, en eru nú lausir úr haldi.
Rannsókn á meintum þætti þeirra beinist að því hvort brotamanni hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku.