Gabríel Douane Boama er enn ófundinn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Lýst var eftir Gabríel í gærkvöldi en hann strauk úr haldi lögreglunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur um sjöleytið í gærkvöldi. Gabríel var í héraðsdómi þar sem mál hans var til meðferðar.

Greint var frá því í morgun að Gabríel hafi verið virkur á samfélagsmiðlinum Instagram í gær og birti tvær færslur, með staðsetningu sinni, sem var í Vesturbænum.

Gabríel er 192 sentimetrar á hæð, með brún augu og um 85 kg að þyngd. Hann er klæddur í hvíta hettupeysu, gallabuxur og hvíta skó. Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gabríels eða vita hvar hann er niðurkominn er vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Gabríel er hvattur til að gefa sig strax fram.