Talsmenn Citroen hafa áður sagt að eitthvað óvenjulegt sé á leiðinni frá þeim og þessar myndir virðast renna stoðum undir þær fullyrðingar. Bíllinn er nettari að framan en flestir jepplingar en líkist meira langbak fyrir aftan framrúðu. Hann verður líka hærri en hefðbundinn fólksbíll eins og sjá má og með stórum felgum. Eins og Citroen hefur sagt sækir hann útlit sitt að hluta til Cxperience-tilraunabílsins sem sýndur var í París árið 2016. Búast má við að bíllinn verði boðinn sem rafbíll og tengiltvinnbíll en hann verður á þróaðri útgáfu EMP2- undirvagnsins, sem er meðal annars undir bílum eins og C5 Aircross og Peugeot 508. Hingað til hefur sá undirvagn aðeins boðið upp á tengiltvinnútgáfur ásamt bensínog dísilvélum en með næstu kynslóð undirvagnsins er von á 100% rafdrifnum útgáfum, og þá einnig í Peugeot 308 og 3008 til að mynda.

Cxperience-tilraunabíllinn var frumsýndur á bílasýningunni í París árið 2016 en nýr Citroen C5 fær sportlegt útlit sitt að einhverju leyti frá honum.