Bíllinn er ekki eins kúptur og Mercedes-Benz EQS sem hann mun keppa við og er með löngu húddi og hárri axlarlínu. Grillið er vel falið undir dulargervinu en verður þó minna en á iX til að mynda. BMW i7 mun nota fimmtu kynslóð rafmótora BMW eins og iX bíllinn. Bíllinn mun koma á CLAR undirvagninum eins og iX en ekki hefur verið gefið upp hversu öflugir mótorar verða í bílnum, né hvernig rafhlaða. Líklegt má þó telja að hann verði með tvo mótora sem skila 516 hestöflum samtals, en með meira drægi en iX vegna minni loftmótstöðu. Einnig má búast við útgáfu með einum rafmótor þegar hann kemur á markað seint á næsta ári.