Ljósabúnaður verður líka annar en áður og þá sérstaklega að aftan þar sem þau koma aðeins út frá yfirbyggingunni. Afturendinn er lengri sem bendir til stærra farangursrýmis en í E-línunni. Samkvæmt Merdedes er von á jepplingsútgáfu af EQE í framhaldinu. Verða bílarnir smíðaðir í Kína í samvinnu við BAIC. Margt er í farvatninu hjá Mercedes þegar kemur að rafmagnsbílum en von er á nýjum MMA undirvagni árið 2025 ásamt nýrri rafhlöðu sem mun leyfa allt að 1.200 km drægi.