Eins og sést vel á myndinni er þakið lægra en á X7 og hallar meira niður að aftan. Einn af keppinautum bílsins verður Porsche Cayenne og þá líka Cayenne Coupe miðað við þetta. BMW sótti um einkaleyfi á X8 M um daginn, sem gefur til kynna að öf lugri útgáfa sé á leiðinni líka. Í BMW X5 M er 616 hestaf la V8 vél sem líklegt er að fari í þennan líka. Þegar myndin er skoðuð vel sést að á bílstjórahurðinni er miði sem segir „Hybrid Test Vehicle“ eða prófunartvinnbíll. Þar sem X8 byggir á sama CLAR undirvagni og X5 og X7 er mjög líklegt að hann verði boðinn í svipaðri tengiltvinnútgáfu og X5 xDrive45e. Í honum er þriggja lítra línuvél ásamt 111 hestaf la rafmótor sem samtals skila 394 hestöf lum. Með 24 kWst rafhlöðu er bíllinn með um 80 km drægi. Áætlað er að BMW X8 komi á markað seint á árinu 2022 en óvíst er hvort hann verði boðinn hérlendis.