Einnig fær ný Astra sama tvöfalda upplýsingaskjáinn og Mokka, en hann samanstendur af 10 tommu upplýsingaskjá og 12 tommu skjá í mælaborði. Engar tækniupplýsingar eru fáanlegar enn þá, en búast má við að bíllinn noti sama EMP2 undirvagn og Peugeot 308. Þess vegna er líklegt að bíllinn verði í boði sem rafbíll, tengiltvinnbíll og einnig með bensín- og dísilvélum. Bíllinn verður frumsýndur síðsumars.