Helstu breytingar eru á framstuðara með nýjum loftinntökum til hliðanna. Vitað er að bíllinn mun fá endurhönnuð aðalljós en þau eru ekki á þessum prófunarbíl. Eins og áður hefur komið fram eru aðalbreytingarnar innandyra, og þá aðallega í margmiðlunarskjánum sem stækkar í 12 tommur. Einnig mun bíllinn fá nýjasta hugbúnað Volkswagen sem á að bæta vinnslugetu og auðvelda uppfærslur gegnum netið. Volkswagen hefur hins vegar ekkert gefið upp ennþá um hvort von verði á meira drægi í næstu uppfærslu.
Njósnamyndir af andlitslyftingu Volkswagen ID.3 náðust í vikunni. MYND/AUTO EXPRESS
Síðar á þessu ári fær Volkswagen ID.3-raf bíllinn fyrstu andlitslyftingu sína og veftímaritið Auto Express birti á dögunum fyrstu myndir af bílnum við prófanir. Þótt breytingarnar virðist í fyrstu ekki miklar má sjá mun á honum og fyrstu árgerðum bílsins.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir